User login

(If you're a human, don't change the following field)
Your first name.

Prófnámskeið í Tölfræði A

Tölfræði A (VIÐ263G)
Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir lokapróf í Tölfræði A . Lögð verður áhersla á að nemendur skilji viðfangsefnið vel, fái heildaryfirsýn yfir námsefnið og nái góðum tökum á tilheyrandi reikniaðferðum með því að reikna lýsandi heimadæmi og gömul prófdæmi.
 
Í námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:
 
Líkindafræði:
Atburðir og líkur
Strjálar og samfelldar hendingar
Helstu dreifingar
 
Ályktunartölfræði:
Matsaðferðir 
Öryggisbil og tilgátupróf
Línuleg aðhvarfsgreining 
 
 
Námskeiðinu verður skipt niður á tvo daga og kennt í fimm klukkustundir í senn. 
 
Eftir námskeiðið fá allir nemendur námskeiðsins aðgengi að heimasvæði á netinu þar sem kennari námskeiðsins setur inn ítarefni.
 

Þetta námskeið er upplagt fyrir þá sem vilja fá góðan undirbúning og þjálfun fyrir lokapróf í Tölfræði A.

 

Verð: 12.900

Lágmarksfjöldi: 20

 

Staðsetning: 

  • Stofa auglýst 2 dögum fyrir námskeið

Kennari: 

Dags: 

Miðvikudaginn 03. maí, 2017 -
16:30 til 21:30
Fimmtudaginn 04. maí, 2017 -
16:30 til 21:30