User login

(If you're a human, don't change the following field)
Your first name.

Prófnámskeið í Tölvunarfræði 1

Tölvunarfræði 1 (TÖL101G)

 

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir lokapróf í Tölvunarfræði 1. Lögð verður áhersla á þau viðfangsefni sem líklegust eru til að koma á lokaprófi. Farið verður í gegnum gömul prófdæmi og nemendur undirbúnir fyrir allar helstu gerðir dæma í Tölvunarfræði 1.

 

Farið verður ítarlega í:

 

- Stýrisetningar

-Strengi og fylki

-Lykkjur

-Föll

-Endurkvæmni

-Inntaks og úttaksaðgerðir

-Slembitölur

-Röðun og leit

-Klasa og hluti (t.d. farið í tilviksbreytur, smiði og aðferðir)

-Rökstudda forritun

 

 

Námskeiðið nýtist nemendum sem heildaryfirferð á efninu sem og öflugur lokaundirbúningur fyrir lokapróf.

 

Um kennarann:

Markús hefur starfað sem einkakennari um árabil ásamt því að hafa kennt þessar prófbúðir sem og tölvunarfræði 1a og 2. Einnig hefur hann verið dæmatímakennari í þremur öðrum fögum. Hann er að vinna við lokaverkefni í meistaranámi í reikniverkfræði og er með BS gráðu í tölvunarfræði frá HÍ. Markús er þekktur fyrir að koma efninu skýrt og þægilega frá sér og hefur mikinn metnað fyrir kennslunni.

 

Verð: 12.900

Lágmarksfjöldi: 20

 

Staðsetning: 

  • Háskóli Íslands - stofa auglýst 2 dögum fyrir námskeið

Kennari: 

Dags: 

Föstudaginn 15. desember, 2017 -
16:00 til 21:00
Laugardaginn 16. desember, 2017 -
10:00 til 15:00