User login

(If you're a human, don't change the following field)
Your first name.

Prófnámskeið - Líkindareikningur og Tölfræði

Prófnámskeið í Líkindareikningi- og tölfræði (STÆ203G, HAG206G, MAS201F)

 

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir lokapróf í Líkindareikningi og tölfræði. Lögð verður áhersla á að nemendur skilji viðfangsefnið og nái góðum tökum á tilheyrandi reikniaðferðum með því að reikna lýsandi heimadæmi og gömul prófdæmi. Námskeiðinu verður skipt niður í tvo hluta.

Annars vegar upprifjun úr líkindafræðihlutanum þar sem meðal annars verður farið yfir:

 

            Atburði og líkindi

            Strjálar og samfelldar slembistærðir

            Dreififöll, massaföll og þéttiföll

            Væntigildi, miðgildi, dreifni og staðalfrávik

            Helstu strjálar drefingar eins og tvíkosta- og Poisson dreifingarnar

            Helstu samfelldar hendingar eins og normal- og veldis dreifingar

            Höfuðmarkgildissetninguna

            Poisson-ferli

 

Og hins vegar yfirferð á tölfræðihlutanum þar sem farið verður yfir:

 

            Úrtök og lýsistærðir

            Dreifing meðaltals og dreifing úrtaksdreifni

            Punktmat, sennileikametlar, meðalferskekkja og bjagi.

            Öryggisbil

            Tilgátupróf

            Einföld línuleg aðhvarfsgreining

            Mátgæði og tengslatöflur

           

Námskeiðinu verður skipt niður í tvo hluta þar sem kennt verður í sex klukkustundir fyrri daginn en fjórar klukkustundir seinni daginn.

 

Allir nemendur námskeiðsins fá aðgengi að heimasvæði á netinu þar sem kennari námskeiðsins setur inn ítarefni, æfingadæmi með lausnum og svör við algengum spurningum frá nemendum.

 

Þetta námskeið er upplagt fyrir þá sem vilja fá góðan undirbúning og þjálfun fyrir lokapróf í Líkindareikningi- og tölfræði.

 

Verð: kr. 12.900

Lágmarksfjöldi: 20

 

Staðsetning: 

  • Háskóli Íslands - VRII 157

Kennari: 

Dags: 

Laugardaginn 21. apríl, 2018 -
10:00 til 16:00
Mánudaginn 23. apríl, 2018 -
16:30 til 20:30